Hefur þú séð
gíraffa í dag?

Veiðisafnið er einstakt á landsvísu en hvergi á Íslandi er hægt að sjá jafn fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna en hér ásamt því að fræðast um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd.

Uppsettning grunnsýningar safnsins er margrómuð en auk hennar eru settar upp sérsýningar og má þar nefna árlega byssusýningu og snertisafari – sýningu fyrir sjónskerta og blinda sem hefur verið haldin reglulega frá opnun safnsins.  Hlutverk safnsins er m.a. að kynna komandi kynslóðum veiði og veiðirétt með aðaláherslu á náttúruvernd og skynsemisveiðar.

Opnunartímar

11:00 - 18:00
Alla daga Apríl / September
Helgar Okt / Nóv / Feb / Mars
Lokað Desember / Janúar

Aðgangseyrir

Fullorðnir 1.750 kr
Börn 6 - 12 ára 850 kr
Hópar 15+Hópafsláttur