Sigurður Ásgeirsson
- Siggi Tófa -

19.des 1930 – 17.apríl 2008

 

Sigurður Ásgeirsson fæddist að Ytri-Sólheimum í Mýrdal 19. desember 1930. Hann lést á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Hellu 17. apríl 2008

Sigurður Ásgeirsson, Siggi tófa, var og verður að öðrum tófuskyttum ólöstuðum á Íslandi sá veiðimaður sem öllum kom hvað mest á óvart er ekki þekktu.
Með skjálfta í höndum, augun kvik og rólegheitin uppmáluð var líklega ekkert sem hefði fengið hann úr jafnvægi og þegar kom að því að taka skotið, þá komst hann í annan heim, sem enginn veiðimaðu hér á landi komst í, því það var bara einn Siggi.

Sigurður starfaði hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem hann bjó einnig til margra ára, landsþekktur fyrir sínar sérsmíðar ásamt fleiru.

Það eru ekki margar tófuskyttur á Íslandi sem hafa ár eftir ár veitt yfir 100 dýr og sum árin yfir 130, að ónefndu ýmsu öðru, en veiðar stundaði Siggi fyrir utan tófu og mink, má þar nefna varg o.fl.

En tófan og minkurinn áttu hug hans allan og þeir eru margir sem stigu sín fyrstu spor í veiði með Sigga og er líklegt að þeir veiðimenn búi að því alla ævi.

Riffilskytta var Siggi með eindæmum og margar frásagnir eru til af hans snilldarskotum og líklegt er að enginn í hans samtíð hafi þekkt atferli tófunnar betur, né skilið hvað þurfti til að ná þessum fjölda dýra sem hann gerði. Haglabyssur notað Siggi einnig og er hann með þeim fyrstu til að setja sjónauka á sýnar haglabyssur sem lengst af var Remington SP 10 10ga. Einnig átti hann Sako riffil sem hann lét breyta í cal. 220 Swift sem hann notaði til margra ára, síðast með ásettu hlaupi frá Jóhanni Vilhjálmssyni.

Veiðisafnið hefur eignast þessar byssur Sigurðar ásamt persónulegum munum og eru þessi munir settir upp hér, honum til heiðurs.

P.R / Veiðisafnið

 


Flżtival